Hollráð fyrir þátttakendur í sólstöðugöngu: Lífsbjörg undir Jökli

Eftirfarandi er listi yfir ýmislegt sem gott er að hafa með sér. Athugið að það er ekki nauðsynlegt að bera þetta allt því það fylgir okkur bíll eða bílar meira og minna á leiðinni sem hægt er að hlaða á. Maggý verður á hliðarlínunni. Sími: 694 9513

Akstur frá Reykjavík að Hellissandi tekur um 3 tíma. Hvetjum til samkeyrslu.

Gert er ráð fyrir 5 hvíldar- og næringarstoppum í göngunni.

Takið með ykkar uppáhalds orkubita til að maula á milli næringarstoppa.

Það er gott tjaldstæði á Hellissandi og ýmsir aðrir gistimöguleikar á svæðinu.

Föt

 • Göngubuxur
 • Vind og vatnsþéttar buxur og jakki
 • Hlýja peysu eða vesti
 • Útivistarnærföt
 • Legghlífar
 • Hlýja þynnri peysu (t.d. úr ull)
 • Auka sokka ( jafnvel auka skó)
 • Gönguskó með góðum ökklastuðningi
 • Langerma léttur jakki
 • Húfa og vettlingar
 • Stuttbuxur
 • Sundföt fyrir sundlaugar og heita potta

Ýmsar græjur

 • Göngustafi
 • Dagspoka (lítill bakpoki)
 • Hitabrúsa
 • Vatnsbrúsa, 1,5 - 2 l
 • Tjalddýna
 • Sólgleraugu
 • Myndavél
 • Sjónauka

Persónulegur búnaður

 • Lyf og heilsutengt (sérstaklega vegna ofnæmis og þess háttar)
 • Sólarvörn með háum styrk (faktor)
 • Handklæði