Út og vestur / Go West ehf

á 10 ára afmæli á þessu ári. Það þykir okkur sérstakt fagnaðarefni. Við erum stolt af því að hafa náð að halda úti ferðaþjónustu sem byggist á þeirri sannfæringu að ferðafólk vilji raunverulega leggja náttúruvernd og sjálfbærni lið á ferðum sínum. Við erum líka þakklát gestum okkar og samstarfsaðilum fyrir árangurinn sem við sjáum í hvetjandi endurgjöf og vaxandi eftirspurn. Þakklæti okkar beinist þó sérstaklega að vinum okkar sem komu með okkur og þeim sem tóku á móti okkur í upphafi ævintýrisins inn til Dala og út til Stranda.

Tímamótunum viljum við fagna með því að bjóða þeim sem komu með okkur í fyrstu Dalaferðirnar í sérstaka tveggja daga afmælis-/hjólaferð á sérstöku afmælisverði.

Afmælisferð

Afmælisferð

Hámarksfjöldi 20 manns (+MM og JJE)

Dagur 1

 • Mæting: Laugar, laugardaginn 30. Júní, kl. 9:00 með hjól og viðlegubúnað. Pakkað í GW-bíl.
 • Brottför með hjól frá Laugum með rútu (Sveinn á Staðarfelli)út að Klofningi kl. 9:30
 • Hjólað kl 10:00 (ca 48 km) í Ólafsdal með sögu-, menningar- og næringarstoppum
 • Y-Fagridalur: Sögu-, menningar- og næringarstop ca. Kl 14
 • Ólafsdalur: ca. Kl. 18. Kaffi og vöflur frá staðarhaldara
 • Ólafsdalur: ca. Kl 19 Kvöldmatur að hætti Höllu – Forréttur í boði Maggýjar
 • Ólafsdalur: Kvöldganga – Skoðunarferð um staðinn og dalinn
 • Ólafsdalur: Gist í tjöldum og nokkur svefnpláss inni til afnota.

Dagur 2

 • Ólafsdalur: Morgunmatur/nesti og pökkun á viðlegubúnaði í bíl GW. MM keyrir til baka.
 • Brottför frá Ólafsdal að Laugum kl. 10 (ca. 50 km) með sögu-, menningar- og næringarstoppum.
 • Komið að Laugum ca kl 17 og farið í sund.
 • Hótel Edda: Afmælismatur og -terta kl. 19
 • Brottför eða gisting þegar hverjum hentar.

Innifalið

 • Flutningur frá Laugum í Klofning
 • Uppihald báða dagana
 • Trússþjónusta Höllu í Fagradal
 • Gisting í tjöldum í Ólafsdal. Nokkur pláss inni undir þaki.
 • Leiðsögn og góður félagsskapur

Þið takið með hjól og viðlegubúnað.

Loading...

Gefið myndunum músarklik og rifjið upp góðar minningar.