Okkar skilmálar

Öll skrifleg samskipti milli viðskiptavina og Go West / Út og vestur ehf fara fram í tölvupósti. Það á einnig við um útsenda reikninga.

Bókanir, verð og greiðslur

Hægt er að bóka ferðir í tölvupósti og með símtali. Innan viku að jafnaði verður send staðfesting á bókuninni til baka í t-pósti. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að yfirfara hvort upplýsingar í bókuninni séu réttar. Það sem innifalið er í verði mun koma fram í staðfestingu bókunarinnar.

Venjulega innifalið

Það sem er innifalið og ekki innifalið í verði kemur fram í ferðalýsingu.

Ef fæði yfir daginn er innifalið felur það í sér morgunmat, nesti sem hver og einn smyr sjálfur við morgunverðarboð (tvær samlokur og yfirleitt einn ávöxt) og kaffi eða te á brúsa og miðdegismat í lok dags.

Sérstakar óskir

Ef viðskiptavinur hefur sérstakar óskir þá þurfa þær að koma fram þegar ferð er pöntuð. Ekki er víst að hægt sé að koma til móts við allar óskir en Út og vestur mun gera sitt ýtrasta til þess.

Greiðslur og greiðsluskilmálar

Við pöntun eru sendir út tveir reikningar:

 • - Staðfestingargjald sem er 10% af heildarverði ferðarinnar og þarf að greiða strax.
 • - Lokagreiðsla vegna ferðarinnar sem þarf að greiða 5 vikum fyrir brottför.
 • Ef bókun er gerð síðar en 5 vikum fyrir brottför þá er aðeins gefinn út einn reikningur fyrir allri upphæðinni.

Einfaldast og best er að greiða beint inn á bankareikning Út og vestur þar sem tilvísunarnúmer reiknings er látið koma fram sem skýring á greiðslunni.

BANKAUPPLÝSINGAR:

 • Reikningseigandi: Út og vestur ehf
 • Bankareikningur: 0315-26-61090
 • Kennitala:  610909-1320

Ef viðskiptavinur hættir við ferð

þá þarf hann að gera það skriflega og getur fengið endurgreitt eftir eftirfarandi reglum:

 • Ef afpantað er áður en 8 vikur eru til brottfarar þá endurgreiðist öll upphæðin að frádregnu umsýslugjaldi upp á 5.000 kr. á einstakling.
 • Ef afpantað er 8 til 5 vikum fyrir brottför þá endurgreiðist allt umfram staðfestingargjaldið.
 • Ef afpantað er 5 til 2 vikum fyrir brottför þá endurgreiðast 75% af fargjaldinu.
 • Ef afpantað er 14 til 3 dögum fyrir bröttför endurgreiðast 50% af fjargjaldinu.
 • Ef afpantað er síðar en 3 dögum fyrir brottför eða ef viðskiptavinur mætir ekki þá getur Út og vestur haldið allri greiðslunni.

Í styttri ferðum (1-2 daga):

 • Ef afpantað er áður en 8 vikur eru til brottfarar þá endurgreiðist öll upphæðin.
 • Ef afpantað er 8 til 4 vikum fyrir brottför þá endurgreiðast 75% af þátttökugjaldi og leigu.
 • Ef afpantað er 4 til 2 vikum fyrir bröttför endurgreiðast 50% af þátttökugjaldi og leigu.
 • Ef afpantað er 2 vikum eða skemur fyrir brottför heldur Út og vestur  allri greiðslunni.
 • Ef ferð er aflýst eða feld niður af óviðráðanlegum ástæðum er þátttökugjald endurgreitt að fullu.

Ef Út og vestur fellir niður ferð

þá er það yfirleitt vegna þess að þátttaka er ekki næg og á það að koma í ljós eigi síðar en 4 vikum fyrir brottför. Ef viðskiptavinur hefur ekki áhuga á að nota greitt staðfestingargjald í aðra ferð hjá Út og vestur þá verður honum endurgreitt að frádregnu umsýslugjaldi.

Hægt er að fella niður ferð með lengri eða skemmri fyrirvara en 4 vikum ef upp koma ófyrirséðir atburðir sem ekki eru á valdi Út og vestur og koma í veg fyrir.

Forfallatrygging

Við hvetjum alla til að fá sér ferðatryggingu og forfallatryggingu. Kannið vel hvort ekki fylgi forfallatrygging með tryggingum sem þið hafið þegar, t.d. ferðatryggingu, hús- eða heimilistryggingu eða greiðslukorti (VISA, MASTER o.s.frv.).

Varnagli

Út og vestur ehf setur fyrirvara við að í þessum skilmálum getikomið upp villur af vangá eða að það verði verðbreytingar vegna gengisbreytinga, skatta og útgjalda sem erfitt er að sjá fyrir.

(Síðast uppfært 15.01.2013)