ÚT OG VESTUR!

Við höfum mikla ánægju af og áhuga fyrir að njóta landsins gæða og dýrða með löndum okkar, enda þótt hér sé flestu lýst á ensku. Vinahópar af ýmsum stærðum og gerðum eru sérstaklega velkomnir.

Okkar uppáhaldsstaður er Breiðafjarðarsvæðið og Snæfellsnes. Þangað liggja rætur okkar. Við vitum hvað það svæði hefur að gefa og hvaða gnægtir þar er að finna, bæði andlegar og líkamlegar. - Við teljum okkur vera hluta af samfélaginu fyrir vestan og því segjum við: Út og vestur!

Við þekkjum líka önnur svæði prýðilega, eins og Suður-Austurland (Skaftafell og Öræfasveit), Fjallabak (bakgarð Eyjafjallajökuls), Hornstrandir (nyrsta hluta Vestfjarða) og ýmsar perlur í nágrenni Reykjavíkur.

Aðeins nánar hér um ÚT OG VESTUR 


Grundvöllur ferðaþjónustunnar hjá Út og vestur er að:

  • Skipuleggja alltaf ferðir í samvinnu við heimamenn á því svæði sem sótt er heim.

  • Fara um án þess að náttúru, menningu, umhverfi og öryggi sé teflt í tvísýnu.

  • Halda á lofti sögu og menningarminjum á hverju svæði.

  • Stuðla að frjóum samskiptum gesta og gestgjafa.

Við gerum þetta að veruleika t.d. með því að standa fyrir viðburðum í samvinnu við fleiri á svæðinu. Það er liður í að bjóða vistvæna og sjálfbæra ferðaþjónustu og er okkur mikilvægt því við vitum að gestir okkar vilja líka fá tækifæri til að láta gott af sér leiða. 

Sólstöðuganga er slíkur viðburður þar sem við vinnum með Þjóðgarðinum SnæfellsjökliMarkaðsstofu Vesturlands og ýmsum fleirum á svæðinu.